Tix.is

  • 4. - 8. júlí
  • Listahátíð
Um viðburðinn

Komið með okkur út á jaðarinn.

Reykjavík Fringe Festival er fjöllistahátíð í anda Edinborgarhátíðarinnar og fer hún fram víðsvegar um Reykjavík dagana 4.-8. júlí. Dagskráin í ár er fjölbreytt og má þar finna glæsilega blöndu af uppistandi, spuna, leikhúsi, ljóðaslammi, tónlist, dansi og kvikmyndum hvaðanæva að úr heiminum. Alls munu um 150 listamenn frá 10 löndum stíga á stokk og sýna hátíðargestum allt það ferskasta og mest spennandi af jaðri listaheimsins.

Miði á hátíðina kostar aðeins 9.900kr og gildir hann á alla viðburði á öllum staðsetningum, auk þess sem miðahafar njóta forgangs við hurð. Armbönd má sækja frá og með 1. júlí og biðjum við miðahafa að athuga að armbönd eru eingöngu afhent miðahafa sjálfum, ekki þriðja aðila. Afgreiðsla armbanda og almenn upplýsingamiðstöð verður í Tjarnarbíói, sem jafn framt er aðalmiðstöð hátíðarinnar.

Auk aðgangs njóta miðahafar ýmissa fríðinda hjá vinum hátíðarinnar. Má þar meðal annars nefna HAPPY HOUR verð á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíó, allan daginn – alla daga hátíðarinnar.

Reykjavík Fringe Festival vekur athygli á opnunarveislu hátíðarinnar á Hlemm Square, sem jafn framt er einn af aðal styrktaraðilum hátíðarinnar. Veislan hefst kl. 20:00 á sunnudeginum 1. júlí og munu gestir fá sýnishorn af atriðum hátíðarinnar, auk þess að njóta fastra og fljótandi veitinga á meðan birgðir endast. Aðgangur er ókeypis en húsrúm takmarkað svo gestum er bent á að vera tímanlega á ferðinni. 

Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má nálgast á heimasíðunni www.rvkfringe.is