Tix.is

  • 4. - 8. júlí
  • Listahátíð
Miðaverð:9.900 kr.
Um viðburðinn

Reykjavík Fringe Festival er fjöllistahátíð sem haldin verður dagana 4.-8. júlí í Reykjavíkurborg um víðan völl. Dagskráin í ár verður fjölbreytt og samanstendur m.a. af uppistandi, improv, leikhúsi, ljóðaslammi, tónlist, dansi og kvikmyndum hvaðanæva að úr heiminum. Hægt er að kaupa miða við hurð á einstaka sýningar, og er misjafnt miðaverð eftir sýningum.

Aðalmiðstöð hátíðarinnar er í Tjarnarbíói þar sem nálgast má hátíðar armbönd fyrir hátíðina frá 1. júlí. Hátíðararmband gildir á alla viðburði hátíðarinnar á öllum staðsetningum.

Sýningar munu fara fram á mismunandi tungumálum þar sem fjöldamargir listamenn koma erlendis frá. Atriði koma frá Íslandi, Norðurlöndunum, Englandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Ísrael, svo dæmi megi nefna. Flestar sýningar munu fara fram á ensku.

Opnunarpartý hátíðarinnar verður haldið 1. júlí á Hlemmur Square, aðal styrktaraðila Rvk Fringe, og er aðgangur ókeypis.

Þann 4. júlí verður svo opnunarsýning hátíðarinnar með Improv Iceland í Tjarnarbíó og lokasýning verður með Rauða skáldahúsinu í Iðnó þann 8. júlí. Sem dæmi um aðrar sýningar í boði má t.d. nefna Goldengang Comedy uppistandssýningar, Smut Slam með Cameryn Moore, kabarett sýningu Dömur & herra, göngutúra í þema um borgina, ljóðaslamm keppni og Lindy Hop ball með lifandi tónlist frá The Keystone Swingers.

Fulla dagskrá má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar, www.rvkfringe.is frá júní mánuði.