Tix.is

Um viðburðinn

Expressíonísk, póst-feminísk svipmynd af samtímanum og tímalaus rannsókn á mannsálinni

Sýningin er hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular. Meiri upplýsingar um hátíðina er hægt að finna á www.spectacular.is

Þetta frábæra verk danshöfundarins Elinu Pirinen og lagskvenna hennar er krufning á  7. sinfóníu Dmitri Shostakovich, sem einnig er þekkt undir heitinu „Leníngrad- sinfónían“. Sviðsetningin og sýningin byggir í senn á trúnaði og vantrúnaði danshöfundarins, dansaranna þriggja, textasmiðsins og  ljósahönnuðarins við þetta stórbrotna tónverk. Dansverkið er óttalaus köfun í hið sértæka og flókna innra líf einstaklingsins, þar sem jafnan má finna sömu þræði og í mynstri sjálfs samfélagsins.

Frekari upplýsingar um verkið: http://www.spectacular.is/elina-pirinen-2