Tix.is

Um viðburðinn

Fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna í einum nyrsta bæ landsins. Þjóðlagahátíðin hefur að leiðarljósi að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni verða 19 tónleikar haldnir víðs vegar um Siglufjörð. Auk tónleika er boðið upp á fjölmörg námskeið, bæði í tónlist og hendverki, gömlu og nýju. Börnum (að 15 ára aldri) þáttakenda á námskeiðum er boðið upp á ókeypis barnanámskeið. Þjóðlagaakademían er háskólanámskeið opið öllum almenningi. Þar verða kennd íslensk þjóðlög, rímnalög og tvísöngslög. Einnig verða kenndir þjóðdansar, að leika á langspil og íslenska fiðlu.

Sjá nánar á siglofestival.com

Nemendur í fullu háskólanámi, öryrkjar og eldri en 67 ára fá afslátt af miðverði. Athugið að ef að nýttur er afsláttur við miðakaup þarf að framvísa skilríkjum þess efnis þegar armband er sótt til að staðfesta rétt á afslætti. Armbönd eru afhent á tónleikastöðum.