Tix.is

Um viðburðinn

Reykjavik Fashion Festival presents

Reykjavík Fashion Festival (RFF) 2017 verður haldið samhliða HönnunarMars daganna 23. – 25. mars í Silfurbergi, Hörpu. Helgarpassar kosta 12.990,- og veita aðgang að öllum tískusýningum hátíðar. Einnig er hægt að kaupa dagspassa á 6.990,- en dagspassi veitir aðgang að öllum sýningum annaðhvort á föstudegi eða laugardegi. Á föstudegi munu Myrka, Cintamani og Magnea sýna hönnun sína en á laugardegi verða Another Creation, Inklaw og Anita Hirlekar sem sýningar.

Takmarkað magna f miðum í boði - ekki missa af stærsta árlega tískuviðburði Íslands

Reykjavík Fashion Festival var stofnað árið 2009 og er hátíðin frábær vettvangur fyrir hæfileikaríka íslenska fatahönnuði til að kynna og sýna hönnun sína. Markmið RFF er að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun og tækifærum sem í henni felast. Fjöldi erlendra og innlendra fjölmiðla ásamt starfandi fólki í tískuiðnaðinum er boðið á hátíðina og gefst þeim tækifæri til að upplifa einstaka íslenska hönnun og kynnast hönnuðunum sjálfum. Hátíðinni er einnig ætlað að veita áhugafólki innsýn í spennandi heim íslenskrar tísku. Nýlega ákvað Reykjavik Fashion Festival að setja sér markmið um að vera hátíð sem styður hönnuði í sjálfbærni og mun hátíðin hvetja til meðvitaðra ákvarðana í tískuiðnaði. RFF 2017 verður fyrsta tískuhátíðin sem unnið er markvisst með þessa áherslu hér á landi. Að því tilefni tileiknum við hátíðinni í ár náttúruöflum, nánar tiltekið “ROK”, eitthvað sem allir íslendingar þekkja./p>

Reykjavík Fashion Festival (RFF) kynnir með stolti þá hæfileikaríku hönnuði sem koma til með að sýna hönnun sína á hátíðinni í ár.

Aníta Hirlekar:
ANITA HIRLEKAR er einstaklega skapandi, nýjungagjarnt og fágað merki skirt eftir hönnuðinum sjálfum. Hönnunin hennar Anítu leggur einstaka og sterka áherslu á áferð og liti efna sem notuð eru á stílhrein snið. Hönnun Anítu Hirlekar endurspeglar auðlegð og sérstöðu þess handgerða og á sér enga aðra líka. Aníta hefur meðal annars vakið gríðarlega athygli í alþjóðlega tískuheiminum og hafa meðal tímarit á borð við Elle og Vogue tilnefnt hana sem upprennandi hönnuð.

Another Creation
Ýr Þrastardóttir hannar undir fatamerkinu Another Creation, og leggur áherslu á margbreytileika í flíkum sem gerðar eru úr hágæða efnum. Fatamerkið skilar sterkri hugsjón sinni um hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif á tískuiðnaðinn í gegnum hönnun sína. Hvetur merkið til vitundarvakningar með efni sem fara til spillis og hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Another Creation bíður uppá margskonar hugmyndir til að breyta flíkum án þess að þurfa að kaupa sér heila nýja flík. Flíkurnar eru klassískar, kvenleg í sniði, tímalausar og með mikið notagildi. Ýr Þrastadóttir hefur í nokkur ár látið fagmennsku sína skína á pöllum Reykjavik Fashion Festival

Cintamani
Cintamani er eitt af okkar þekktustu útivistarmerkjum. Hjá Cintamani er áhersla lögð á að framleiða gæða útivistarfatnað og í ár er fyrirtækið að kynna nýja línu og ferskt útlit sem unnið hefur verið að í nokkurn tíma. Vetrarlína 17/18 ber heitið “Iceland From Below”. Heiða Birgisdóttir, David Young, Guðrún Lárusdóttir og Selma Ragnarsdóttir eru í flottu hönnunarteymi Cintamani sem kynna nú sína fyrstu línu undir vörumerkinu. Hönnunarteymið tekur liti, snið, efnisval og notagildi til mikillar íhugunar þegar flíkurnar eru hannaðar og framleiddar.

Inklaw clothing
Inklaw merkið er eitt af hinu allra ferskasta í íslenskri tískusenu. Sjálflærðu hönnuðurnir í Inklaw vinna alla daga á saumastofu sinni í miðbæ Reykjavíkur og sauma flíkur eftir pöntunum. Þeir hafa vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi í gegnum samskiptamiðla og hafa margar stórstjörnur látið sjá sig í flíkum frá Inklaw. Þeir veita persónulega þjónustu og senda persónulegan miða með hverri pöntun. Inklaw eru nýjungargjarnir og vinna ekki eftir gömlum hefðum, þeir leitast frekar eftir að finna nýjar og jafnvel betrumbættar leiðir en hinn hefðbundni tískyheimur bíður almennt upp á til að mæta þörfum nútímavæddra kúnna. Hönnun þeirra er best lýst sem mínímalístísk, fúnksjónal götufatnaður.

MAGNEA
MAGNEA er fatamerki undir stjórn Magneu Einarsdóttur, fatahönnuð. Magnea er útskrifuð úr hinum virta Central St. Martins skóla í London. Hönnunin hennar einkennist af nýjungagjarnri nálgun í prjóni. Hún leikur sér gjarnan með andstæð efni og hugar einstaklega vel að hverju smáatriði í flíkum. Magnea beitir hefðbundnum aðferðum en útkoman verður ávallt skemmtilega óútreiknanleg og nýjungargjörn. Magnea hefur meðal annars verið tilnefnd til hönnunarverðlauna hérlendis en einnig hlotið tilnefningu til International Woolmark Prize.

Myrka
Harpa Einarsdóttir er aðalhönnuður fatamerkissins Myrka. Myrka er hátískumerki sem sækir sér innblástur til íslenskrar arfleifðar, hráa náttúru sem og hið dulræna. Vörumerkið sækir í dýptir landans og endurspeglar þannig menninguna í sinni hönnun. Listrænt prent, skörp snið og kvenlegar flíkur einkenna fötin. Myrka er ætlað að mæta þörfum hins meðvitaða og kröfuharða neytenda sem sækist ekki í dæmigerð trend. Myrka haustlína 17/18 minnir mann gjarnan á íslenska jökla, hraunakra og svartar strendur.