Tix.is

Um viðburðinn

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í níunda sinn dagana 21.-31.janúar 2016. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavíkurleikarnir eru mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 22 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Dagskrá leikanna má finna hér/

Aðgangspassi

Hægt er að kaupa armband sem veitir aðgang að öllum íþróttakeppnunum fyrir 5.000 krónur (athugið að armbandið gildir ekki í mat eða ráðstefnu). Armbandið er hægt að sækja í Laugardalshöll nokkrum dögum fyrir leikana og meðan á þeim stendur. Opnunartími auglýstur síðar. Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Kynningarmyndband RIG

Ráðstefna

Í tengslum við Reykjavíkurleikanna standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um afreksíþróttir. Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 21.janúar kl.17-21. Miði á ráðstefnuna kostar 3.500 kr og er léttur kvöldverður innifalinn. Miðana er hægt að sækja í Laugardalshöll nokkrum dögum fyrir leikana. Opnunartími auglýstur síðar.

Hátíðarkvöldverðir

Sunnudaginn 24.janúar og sunnudaginn 31.janúar verður hátíðardagskrá í Laugardalshöll. Þar fær besta íþróttafólk hverrar greinar viðurkenningu ásamt því að boðið verður uppá skemmtidagskrá. Miði í mat sem borinn verður fram á undan hátíðardagskránni kostar 3.999 kr. Miðana er hægt að sækja í Laugardalshöll nokkrum dögum fyrir leikana og meðan á þeim stendur. Opnunartími auglýstur síðar.

Hátíðarkvöldverður RIG

Frekari upplýsingar um Reykjavíkurleikana má nálgast á:

www.rig.is
Á Facebook
Á Twitter
Á Instagram
Snapchat: reykjavikgames
Á YouTube