Tix.is

Um viðburðinn

Hér er hægt að kaupa sér miða á stakt kvöld:

Hátíðarkvöld 1

Hátíðarkvöld 2

Hátíðarkvöld 3

Lokakvöld


DAGSKRÁ BERJADAGA 2023:


Fimmtudagskvöld 3. ágúst - Fyrsta hátíðarkvöld (tónleikatvenna)

       kl. 20:00: Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir í kirkjunni  

       kl. 21:30: Sumarsæla í barokkstíl       


Föstudagur 4. ágúst (frír aðgangur)

       kl. 13:00-17:00 Myndlistarsýning: "Alklæddur kofi og könnur"

       kl. 13:15-13:45: Sólveig Thoroddsen harpa og söngur

       kl. 17:00-18:00: Tónlistin í lífi mínu - Helga Þórarinsdóttir og Gunnar Kvaran     


Föstudagskvöld 4. ágúst - Annað hátíðarkvöld (tónleikatvenna)

       kl. 20:00-21:00: Frelsissveit Íslands - Haukur Gröndal

       kl. 21:30: Fanny Mendelssohn og félagar       


Laugardagur 5. ágúst (frír aðgangur)

       kl. 10:00-10:45: Söngur með börnum: “Foli, foli fótalipur”

       kl. 10:45-11:45: Gróðursetning með Önnu Maríu

       kl. 14:00-17:00: Opnun myndlistarsýningar í Pálshúsi

       kl. 15:30 - 16:00 Tónleikastund á Hornbrekku!

       

Laugardagskvöld 5. ágúst - Þriðja hátíðarkvöld

       kl. 20:00: Íslenskir strengir og íslenskir einleikarar

       

Sunnudagur 6. ágúst (frír aðgangur)

       kl. 11:00-12:00: Messa í Ólafsfjarðarkirkju

       kl. 12:30-13:00: Samverustund í Kvíabekkjarkirkju

       kl. 13:00-17:00: Myndlistarsýning: "Alklæddur kofi og könnur"  

       kl. 13:15-13:45: Guito Thomas og Rodrigo Lopes - brasilísk tónlist              

       kl. 17:00-19:00 Göngutúr Berjadaga - Árdalur

       

Sunnudagskvöld 6. ágúst - Lokakvöld Berjadaga

       kl. 20:00-21:30 Kristjana Arngríms og Brasilísk sveifla


Berjadagar hátíðarpassi kr. 9500

Miði á stakt kvöld: kr. 4500

Frítt fyrir 18 ára og yngri

Dagskrá Berjadaga: www.berjadagar.is


UM HÁTÍÐINA:

Berjadagar tónlistarhátíð - www.berjadagar.is verður haldin 3.- 6. ágúst 2023 í Ólafsfirði, frá fimmtudegi til sunnudags.

Berjadagar voru stofnaðir 1999 af Erni Magnússyni píanóleikara undir einkunnarorðunum ,,Náttúra og listsköpun.” Listrænn stjórnandi er Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.

Berjadagar er fjölskylduvæn tónlistarhátíð sem fram fer um Verslunarmannahelgina. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar. Í Ólafsfirði eru góðar aðstæður til tónleikahalds. Fjörðurinn sjálfur er fallegur og vænn til gönguferða og er gestum m.a. boðið í göngu með leiðsögn.

Fyrsta hátíðarkvöld Berjadaga fimmtudaginn 3. ágúst í Ólafsfjarðarkirkju og eru í höndum Gunnars Kvaran sellóleikara og Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleikara og áfram verður haldið á inn í kvöldið með ,,Sumarsælu í barokkstíl” þarsem leikið verður á barokkhörpu og leikin tónlist í gömlum stíl. Hátíðarkvöld föstudagsins er í höndum Frelsissveitar Íslands í Tjarnarborg með Hauk Gröndal í broddi fylkingar. Laugardaginn 5. ágúst verða frumflutt ný verk af strengjasveitinni Íslenskir strengir, þ. á m. Cantus III fyrir píanó og strengjasveit eftir John Speight undir stjórn Ólafar Sigursveinsdóttur.

Auk þess sem hér er talið verða á viðburðaskrá hátíðarinnar flutt einleiksverk, óperuaríur, íslensk sönglög og þjóðlög, djass og brasilísk dægurlög.

Berjadagar njóta stuðnings frá Bæjarsjóði Fjallabyggðar, Uppbyggingarsjóði Norðurlands-eystri og Menningarsjóði FÍH. Eftirtalin fyrirtæki styrkja einnig hátíðina: Tónlistarsjóður Rannís, Arion Banki, Norðurorka hf, Árni Helgason ehf, Rammi ehf og Vélfag ehf.

Tónlistarmessa - Ólafsfjarðarkirkja
Sr. Stefanía Steinsdóttir þjónar fyrir altari. Milli messuliða munu hljóðfæraleikarar flytja tónlist.

Að lokinni messu verður efnt til samverustundar í Kvíabekkjarkirkju sem undanfarið hefur verið í endurbyggingu. Rifjuð verður upp saga kirkjunnar, sungið og flutt íslenska þjóðlagið Litlu börnin leika sér í nýrri útsetningu, en lagið ritaði séra Bjarni Þorsteinsson eftir séra Emil Guðmundssyni (f.1865 d. 1907) sem var prestur á Kvíabekk um aldamótin 1900 og birti það í Þjóðlagasafni sínu. Anna María Guðlaugsdóttir, formaður Hollvinafélags Kvíabekkjakirkju ávarpar samkunduna.


LISTAMENN BERJADAGA 2023:

Tinna Þorsteinsdóttir píanó
Hrafnhildur Árnadóttir söngur
Ásta Sigríður Arnardóttir söngur
Björg Brjánsdóttir þverflauta
Guðný Guðmundsdóttir fiðla
Gunnar Kvaran selló
Birgir Steinn Theódórsson bassi
Elísabet Anna Dudziak fiðla
Haukur Gröndal klarinett og tónskáld
Katrín Karítas Viðarsdóttir víóla
Karla Nyc fiðla
Sólveig Thoroddsen harpa
Helga Pálína Brynjólfsdóttir myndlist
Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðla
Christiane Hajek fiðla
Strengjasveitin Íslenskir strengir
Agnes Eyja Gunnarsdóttir fiðla
Einar Bjartur Egilsson píanó
Matthías Hemstock slagverk
Helga Þórarinsdóttir fyrirlesari
Margrét Jónsdóttir myndlist
Óskar Guðjónsson saxófónn
Diljá Sigursveinsdóttir fiðla og söngur
Sverrir Guðjónsson ‘rödd’
Richard Schwennicke píanó
Frelsissveit Íslands
Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla
Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngur
Victoria Tarevskaia selló
Alexandra Kjeld kontrabassi
Sarah Dabby víóla
Ólöf Sigursveinsdóttir selló og hljómsveitarstjóri
Guito Thomas gítar og söngur
Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla
Ave Kara Sillaots harmónikka
Ármann Helgason klarinett
Ásthildur Helga Jónsdóttir kontrabassi
Sigursveinn Magnússon píanó
Daniel Absalon Ramirez Rodriguez klarinet
Rodrigo Lopes slagverk
Steina Kristín Ingólfsdóttir víóla
Ármann Helgason klarinett
Diljá Sigursveinsdóttir fiðla
Ágústa Bergrós Jakobsdóttir selló
Sean Patrick O´Brien myndlist
Karel Tjörvi Ránarson Reina grafísk hönnun