Tix.is

Um viðburðinn

Kæri dansvinur,

Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli á árinu.

Laugardaginn 29. apríl verður blásið til afmælisendurvinnslugalaveislu í Borgarleikhúsinu,

uppskeruhátíðar þar sem við munum fagna fortíð, nútíð og framtíð.


Veislan hefst kl. 19.00 með hljóð- og myndinnsetningum á minni sviðum hússins.  

Kl. 20.00 hefst svo formleg dagskrá á Stóra sviðinu þar sem dansinn verður allsráðandi með öllum sínum óteljandi formum og tilfinningatengslum.

Minningar finna sér leið í dansi, við fögnum hringrásarkerfi áhrifa og sögum úr hversdagslífi dansara.

Gömul og ný spor verða stigin og við getum lofað því að það verður allt í senn grátið og hlegið.

Galaveislan endar svo með dansleik í forsal leikhússins þar sem við dönsum saman inn í nóttina.


Það væri okkur sönn ánægja ef þú hefur tök á að fagna þessum tímamótum með okkur.

Líta með okkur yfir farinn veg og fagna því ótrúlega starfi sem hefur verið unnið í gegnum árin og heiðra listamenn og aðra sem hafa komið við sögu.

En um leið að horfa með okkur fram á veginn og dreyma með okkur stóra drauma fyrir næstu 50 ár í sögu Íslenska dansflokksins.


Við hlökkum til að fagna með þér!


Með dansandi kærum kveðjum,

Íslenski dansflokkurinn & Afmælisnefndin

(Erna Ómarsdóttir, Saga Kjerúlf Sigurðardóttir og Valgerður Rúnarsdóttir)