Tix.is

  • 14. - 16. júlí
Um viðburðinn

14. - 16. júlí mun LungA BLISS standa fyrir tveggja daga tónleikaveislu og myndlist. Þetta
árið markar tímamót hjá LungA með nýrri stjórn, hátíðin verður minni í sniðum og því
færri miðar í boði. Áherslur eru á gleði, jafnrétti, sælu og sköpunargleði! Tónleikarnir
verða haldnir á nokkrum stöðum í bænum og í töfrandi náttúru Seyðisfjarðar.


Fram koma:
Countess Malaise
Curro & Flaaryr
Cyber (DJ set)
DJ Mellí
Dream Wife
Eternal Roots Soundsystem
Gróa
Ívar Pétur
jadzia
Kosmodod B2B XWIFE
Kælan Mikla
Lottó
neonme
Nuha Ruby Ra
RA
Róshildur
snailaway
snny
Tommasi
Zakia


Listahátíðin LungA hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn áhugaverðasti og
framsæknasti listviðburður landsins og fer nú fram í tuttugasta og fjórða, dagana 9.-16.
júlí, næstkomandi.


Meðan á hátíðinni stendur iðar Seyðisfjarðarbær af lífi þegar gesti og listafólk frá öllum
heimshornum drífur þar að í nafni sköpunargleðinnar.

Það þarf að framvísa skilríkjum þegar miðinn er sóttur. Athugið að hafir þú í huga að skrá
þig í listasmiðju á lunga er tónleikamiðinn innifalinn í því verði. Skráningar í listasmiðjur
hefjast um miðjan maí.