14. - 16. júlí mun LungA BLISS standa fyrir tveggja daga tónleikaveislu og myndlist. Þetta
árið markar tímamót hjá LungA með nýrri stjórn, hátíðin verður minni í sniðum og því
færri miðar í boði. Áherslur eru á gleði, jafnrétti, sælu og sköpunargleði! Tónleikarnir
verða haldnir á nokkrum stöðum í bænum og í töfrandi náttúru Seyðisfjarðar.
Fram koma:
Countess Malaise (IS)
Dream Wife (IS/UK)
GRÓA (IS)
Kælan Mikla (IS)
Nuha Ruby Ra (UK)
Zakia (UK)
Fleiri listamenn TBA
Listahátíðin LungA hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn áhugaverðasti og
framsæknasti listviðburður landsins og fer nú fram í tuttugasta og fjórða, dagana 9.-16.
júlí, næstkomandi.
Meðan á hátíðinni stendur iðar Seyðisfjarðarbær af lífi þegar gesti og listafólk frá öllum
heimshornum drífur þar að í nafni sköpunargleðinnar.
Það þarf að framvísa skilríkjum þegar miðinn er sóttur. Athugið að hafir þú í huga að skrá
þig í listasmiðju á lunga er tónleikamiðinn innifalinn í því verði. Skráningar í listasmiðjur
hefjast um miðjan maí.