Tix.is

Um viðburðinn

Þann 11. maí næstkomandi efnir BIM Ísland til ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu.
Á ráðstefnunni munu erlendir fyrirlesarar fjalla um hvernig hægt er að auka virðissköpun og hagræða í hönnun, framkvæmdum og rekstri mannvirkja með áherslu á sjálfbærni, stjórnsýslu og tækninýjungar framtíðarinnar.
Ráðstefnan er fyrir alla aðila í mannvirkjagerð; hönnuði, verktaka, verkkaupa, rekstraraðila og aðra sérfræðinga og því kjörið tækifæri til að fræðast um þá miklu framþróun sem er í stafrænni mannvirkjagerð um þessar mundir. Nánar hér

Innifalið í miðaverði er morgunverður, hádegisverður og síðdegiskaffi.

Ráðstefnunni lýkur svo með glæsilegu kokteilboði. 

BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Tilgangur og markmið félagsins er að vera leiðandi samráðsvettvangur í þróun, innleiðingu og stöðlun í BIM og stafrænni tækni í mannvirkjagerð, ásamt því að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. Á síðustu árum hefur BIM Ísland undirbúið samræmt verklag fyrir BIM verkefni á Íslandi sem hægt væri að nota sem grundvöll að heildstæðari BIM innleiðingu og tæknibyltingu í íslenskri mannvirkjagerð. BIM Ísland er tilbúið að taka þátt í samtali um tækifærin sem felast í aukinni notkun BIM og annarrar tækni á íslenskum markaði.

Dagskrá: 
08:30   Húsið opnar - afhending ráðstefnupassa í miðasölu
08:55   Setning ráðstefnu
09:00   Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, ávarpar ráðstefnugesti
09:15   Bergur Ebbi, ráðstefnustjóri, flytur stutt erindi
09:25   Jaroslav Nechyba, Deputy Chair of the EU BIM Task Group
EU BIM Task Group platform activities supporting digital transformation

10:00   LÉTTUR MORGUNVERÐUR

10:30   Mayes Ali, Head of Technology in ConTech Lab, Denmark
Pioneering projects on new technology together with the Danish industry
11:00   Magdalena Muniak, BIM coordinator COWI and Project Manager DiKon Infrastructure, Denmark
The importance of standardization and digitalization in infrastructure
11:30   Hrefna Rún Vignisdóttir, Research Manager at Sintef, Noregi
Notkun stafrænna upplýsinga til að draga úr umhverfisáhrifum í Norskri mannvirkjagerð

12:00   HÁDEGISVERÐUR

13:10   Øystein Ulvestad, BIM Developer
Death to drawings
13:50   Alexander Schlachter, VDC Coordinator og Mats Solheim, VDC Specialist
How we utilize VDC at the Ny Ellebjerg Concourse Hall (CRSH6) project

14:20   SÍÐDEGISKAFFI

14:50   Håvard Vasshaug, Founder & CEO at Anker, Norway
The future of BIM is Information
15:20   Haukur Páll Jónsson, Sérfræðingur í máltækni hjá Miðeind
Máltækni hjá Miðeind og nýting stórra mállíkana

16:00   Ráðstefnu lokið

 

16:00   KOKTEILBOÐ