Tix.is

Um viðburðinn

Stína Ágústsdóttir söngkona og lagahöfundur gefur út sína fjórðu sólóplötu í mars og fagnar útgáfu hennar í Kaldalóni með veglegum tónleikum 27. mars næstkomandi.  

Stína ætti að vera tónlistarunnendum landsins kunn en hún hlaut m.a. tilnefningu sem jazzflytjandi ársins á íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra og kemur reglulega fram á helstu hátíðum og klúbbum landsins.  

Platan Drown to Die a Little var tekin upp í Sundlauginni í júlí s.l. með einvalaliði tónlistarfólks sem kemur fram á tónleikunum með Stínu. Bassaundrið knáa Henrik Linder kemur frá Stokkhólmi með Stínu en hann lék einnig á plötunni. Gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson tók stóran þátt í gerð plötunnar sem lagahöfundur, útsetjari og almennur sköpunarsnillingur en hann ásamt píanóleikaranum Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni og trommuleikaranum Magnúsi Trygvasyni Elíassen fylkja liði í Kaldalón í Hörpu þetta ágæta sunnudagskvöld. Þar að auki munu strengir og jafnvel dans leika aukahlutverk á tónleikunum! 

Tónleikarnir eru styrktir af Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns