Tix.is

Um viðburðinn

Hunden bakom mannen' er nýtt sviðsverk eftir Sviðslistahópinn Losta. Verkið er söguleg endursögn af ferðalagi landkönnuðarins Roald Amundsen á Suðurpólinn út frá sjónarhorni sleðahundana 97 sem voru með í för.

Árið 1909 fengu tveir menn sömu hugmynd - að verða fyrstu mennirnir til að stíga fæti niður á Suðurpólinn. Annar maðurinn var breskur sjóherforingi, að nafni Robert Falcon Scott, hinn norski landkönnuðurinn Roald Amundsen. Upphófst mikið kapphlaup þar sem karlarnir tveir og galvösk teymi þeirra kepptust við að undirbúa sig, sigla frá norðurhveli til suðurs, henda upp tjaldbúðum, bíða yfir veturinn á ísbreiðunni, komast af stað sem fyrst og hlaupa í átt að landfræðilega suðurpólnum. Scott, bretinn, ákvað að nota vélsleða og litla hesta til að komast á pólinn. Honum mistókst ætlunarverk sitt hraparlega og varð úti ásamt teymi sínu. Amundsen, norðmaðurinn, fékk til liðs við sig grænlenska sleðahunda til að draga sig á Suðurpólinn.

En þetta er ekki saga þessara tveggja manna.

Þetta er saga hundana 97 sem Amundsen byggði sigur sinn á.

Höfundar og leikarar: Selma Reynisdóttir & Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Búningar: Ella Snellman
Ljósahönnun: Pyry Pakkala Petterberg
Tónlist: Eygló Höskuldsdóttir Viborg
Dramatúrg: Gígja Sara Björnsson
Sviðsmynd: Oscar Dempsey
Leiðbeiningar varðandi grænlenska sleðahundinn: Pipaluk Lykke
Ljósmyndir: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir & Helen Korpak

Búið til með stuðningi Lókal Art Festival, Dansverkstæðið, Reykjavíkurborg, Nordic Culture Point, Letterstedska föreningen og Nordisk Kulturfond.