Tix.is

Um viðburðinn

Sigurður Flosason, saxófónn
Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar
Þórir Baldursson, hammond
Einar Scheving, trommur
Kjartan Hákonarson, trompet
Samúel J. Samúelsson, básúna

Söngvarar:
Andrea Gylfadóttir
Helgi Björnsson
KK
Friðrik Ómar Hjörleifsson
Jógvan Hansen
Stefán Hilmarsson
Rebekka Blöndal

Hljómsveitin Sálgæslan heldur síðbúna tónleika til að fagna útgáfu tveggja platna sem komu út á Covid-tímanum. „Blásýra“ kom út fyrir jólin 2020 en „Einbeittur brotavilji“ kom út í júlíbyrjun. Samtals eru 24 lög á diskunum. Sálgæslan er sérverkefni saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar sem er jafnframt höfundur allra laga og texta. Tónlistin teygir sig í ýmsar áttir og hvílir einhversstaðar á mörkum jazz, blús og sálartónlistar. (Um er að ræða göróttan kokteil jazz-, blús-, og soultónlistar með textum á mörkum hins boðlega eftir undirritaðann.) Segja má að lagasafnið sé nokkurskonar óður til íslenska smáglæpamannsins en brennivínsberserkir, eltihrellar, siðleysingjar og smákrimmar eru aðalpersónur margra laganna. Ástin, í sínum fjölbreytilegu myndum, kemur við sögu og það gerir líka margbreytileiki mannlegrar kynhegðunar.
Þess má geta að Sigurður Flosason hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem lagahöfundur ársins í flokku jazz- og blústónlistar fyrir lögin á „Blásýru“. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við jazzklúbbinn Múlann.