Hringleikur býður upp á sirkusnámskeið í Grindavík, í Reykjanesbæ, á Hólmavík, á Rifi, á Dalvík, á Akureyri, á Egilsstöðum og í Neskaupstað í sumar.
Um er að ræða skemmtilegt og líkamlega krefjandi tveggja daga sirkusnámskeið þar sem þátttakendur kynnast undirstöðum sirkuslistanna.
Námskeiðið er klukkan 11:00-13:30 báða dagana
(ATH! Ein undantekning er á Hólmavík, þar er námskeiðið kl. 13:00-15:30 fyrri daginn en 11:00-13:30 seinni daginn).
Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og eru þau í boði sveitarfélaganna á hverjum stað.
22. - 23. júní í Grindavík, Íþróttahús Grindavíkur
Krakkar fæddir 2007-2012
https://www.facebook.com/events/875221003204569
22. - 23. júní í Reykjanesbæ, Íþróttahús Keflavíkur, B-salur
Krakkar fæddir 2007-2012
https://www.facebook.com/events/875221003204569
7. - 8. júlí í Hólmavík, Félagsheimilið á Hólmavík
Krakkar fæddir 2005-2012
https://www.facebook.com/events/323951735996590/
12.-13. júlí í Frystiklefanum á Rifi
Krakkar fæddir 2005-2012
https://www.facebook.com/events/1142437242835312
22.- 23. júlí á Dalvík, Menningarhúsið Berg
Krakkar fæddir 2005-2012
https://www.facebook.com/events/542953573368728/
22.- 23. júlí á Akureyri, Íþróttahús Glerárskóla
Krakkar fæddir 2007-2012
https://www.facebook.com/events/170404911769144/
30. - 31. júlí í Fellabæ, Íþróttahúsið Fellabæ
Krakkar fæddir 2005-2012
https://www.facebook.com/events/528777411869054
30. - 31. júlí í Neskaupstað, Íþróttahúsið Neskaupstað
Krakkar fæddir 2005-2012
https://www.facebook.com/events/3003252486576803/
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR
Námskeiðin eru ókeypis en mikilvægt er að skrá nemendur til þátttöku. Ef skráður nemandi mætir ekki og ekki er tilkynnt um forföll með minnst sólarhringsfyrirvara má búast við að rukkað verði forfallagjald að upphæð 3.000 kr.
Aðeins skráðir nemendur geta tekið þátt í námskeiðunum
Ekki er í boði að taka með sér vin sem ekki hefur verið skráður á námskeiðið
Nemendur mæti klædd í þægileg föt sem gott er að hreyfa sig í
Nemendur mæti með vatn og létt nesti
Hafi nemendur skilgreindar þarfir, sjúkdóma eða annað sem kennarar þurfa að vita vinsamlega sendið tölvupóst þess efnis á: hringleikur@hringleikur.is
Upplýsingapóstur verður sendur út á skráða nemendur áður en námskeið hefst
Fyrirspurnir og nánari upplýsingar: hringleikur@hringleikur.is
Miðasala og upplýsingar um sirkussýninguna Allra veðra von á hringferð um landið má finna á tix.is.
Sirkusnámskeið Hringleiks ferðast um landið með stuðningi eftirfarandi aðila:
Sóknaráætlun Austurlands
Sóknaráætlun Suðurnesja
Sóknaráætlun Norðurlands eystra
Sóknaráætlun Vesturlands
Sterkar strandir
Menningarstofa Fjarðabyggðar
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs
Akureyrarstofa
Menningarhúsið Berg
Grindavíkurbær
Reykjanesbær