Tix.is

Um viðburðinn

Keppninn sterkasti maður Íslands 2020 fer fram helgina 8. - 9. ágúst í 35. skipti
Þar etja kappi sterkustu menn Íslands um titillinn sterkasti maður Íslands.
Laugardaginn 8. ágúst hefst keppni kl.13:30 á Selfossi í bændagöngu, sandpokaburði og kasta yfir rá, og í Hveragerði kl.16:30 verður keppt í réttstöðulyftu eins oft og keppendur geta lyft.
Sunnudaginn 9. ágúst hefst dagskrá kl.17:00 í Reiðhöllinni Víðidal húsið opnar kl.16:00. Keppt verður í Hönd yfir hönd, pressum og Húsafells helluburði.
Hafþór Júlíus Björnsson, Stefán Sölvi Pétursson og Ari Gunnarsson hafa allir keppt á Sterkasti manni heims, svo eru upprennandi stjörnur á borð við Eyþór Melsteð, Óskar Hafstein, Kristján Sindra Níelsson, Stefán Karel Torfason, Andre Backman og Kristján Páll Árnason.
Erpur Eyvindarson mun skemmta milli atriða í Reiðhöllinni Víðidal.
Hafþór Júlíus stefnir að því að ná 10 titlinum í röð og verður þetta að öllum líkindum hans síðasta mót í aflraunum, í bili a minnsta kosti.
Ath. frítt er á keppnina á Selfossi og Hveragerði en miðinn gildir inná Reiðhöllina í Víðidal.
Ekki missa af þessari sterku skemmtun.


Miðaverð: 2900.- Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.