Tix.is

Um viðburðinn

Tónleikarnir Ögnun eru sjálfstæður angi tónlistarhátíðarinnar Ung nordisk musik, UNM, sem haldin er í lok sumars í Tampere í Finnlandi. Á Ögnun kynna höfundar þeirra sjö verkefna sem Ísland sendir á hátíðina frumflutninga á nýjum verkum fyrir gestum Tjarnarbíós. Verkin voru unnin í vinnusmiðjum UNM í byrjun árs í samstarfi við hljóðfæraleikara og leiðbeinendur.

Ögnun hefst á sýningu á vídjóverki Hildar Elísu Jónsdóttur, Nú erum Torvelt, í Tjarnarbíói frá klukkan 16:30 - 19:00.

Klukkan 20:00 hefst lifandi flutningur.

Efnisskrá:
Áslaug Magnúsdóttir: mutations
Gulli Björnsson: Úr heljar ofni
Katrín Helga Ólafsdóttir: Bind-yndi
Krõõt-Kärt Kaev and Örnólfur Eldon: conduit/einsundzweiunddreiundvierund

Einnig verða verkin tekin upp og birt vikulega í netdagskrá eftir frumflutning. Sum verkanna kanna miðilinn sérstaklega, líkt og verk Péturs Eggertssonar, Chamber Music III: Secrets of Tonality, sem aðlagað var netmiðlum og fjarfundarbúnaði fyrir viðburðinn.

Frjálst miðaverð er á tónleikana en hægt er að forpanta miða á TIX.