Skip to content

Tix.is

Borgarleikhús

  • Frá 18. janúar
  • Til 14. febrúar
  • 7 dagsetningar

Miðaverð:7.800 kr.

Um viðburðinn

Ungfrú Ísland

Frumsýning 17. janúar

Salur: Stóra svið

Verðlaunaskáldsaga Auðar Övu birtist hér ljóslifandi á Stóra sviðinu í mögnuðu sjónarspili.

Hekla þráir að skrifa en það reynist fjarlægur draumur fyrir unga konu á Íslandi rétt

eftir miðbik síðustu aldar. Draumurinn er enn fjarlægari fyrir Íseyju, sem er gift og komin með

barn og eru sjálfkrafa allar bjargir bannaðar. Bara að fá að vera til á eigin forsendum virðist utan seilingar og hið sama upplifir hinn ungi Jón John.

Ungfrú Ísland er kyngimögnuð saga sem gerist á barmi byltinga, fangar tíðaranda og tilfinningar. Þetta er saga um baráttu fólks fyrir höfundarétti á eigin lífi á tímum þegar sjálfstæði kvenna og hinseginleiki voru þyrnar í augum íhaldsams samfélags, barátta sem enn er háð í dag. En þetta er einnig saga um sjálfan sköpunarkraftinn, lífsviljann og ævarandi leit að betri heimi, þar sem allt það sem ekki er orðið til kraumar undir yfirborðinu og brýtur sér leið í ljósið með tilheyrandi titringi og átökum.

Ritsnilld Auðar Övu er landsmönnum að góðu kunn og hér má finna leiftrandi húmor, þungan harm og heillandi fegurð. Leikstjórn er í höndum Grétu Kristínar Ómarsdóttur og leikgerðin er unnin af Bjarna Jónssyni en með helstu hlutverk fara íris Tanja Flygenring, Birna Pétursdóttir, Fannar Arnarsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.

Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir

Leikgerð: Bjarni Jónsson

Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson

Búningar: Filippía Elísdóttir

Tónlist: Unnsteinn Manúel Stefánsson

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóð: Unnsteinn Manúel Stefánsson og Jón Örn Eiríksson

Örn Eiríksson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Leikarar:

Birna Pétursdóttir

Esther Talía Casey

Fannar Arnarsson

Haraldur Ari Stefánsson

Hjörtur Jóhann Jónsson

Íris Tanja Flygenring

Sólveig Arnarsdóttir

Valur Freyr Einarsson

Vilhelm Neto

Þórunn Arna Kristjánsdóttir