-Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, er þetta rétt dagsetning, rétt svæði, rétt tímasetning o.s.frv. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftir á.
-Ekki er heimilt að áframselja miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandenda viðburðar, þá áskilur Borgarleikhúsið sér rétt til að ógilda miðann með öllu.
-Ef viðburður fellur niður, þá er eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu eða full endurgreiðsla á miða.
-Ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu, en Borgarleikhúsið getur í tilkynningu um breytingu sett ákveðin tímamörk sem viðskiptavinir hafa til að falla frá kaupunum.
-Þegar þú hefur keypt miða hjá Borgarleikhúsinu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá Borgarleikhúsinu. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð.
-Eftir að miði hefur verið sendur í pósti til eigenda þá er póstburðargjald ekki endurgreitt, hvort sem um er að ræða almennan eða ábyrgðarpóst.
-Aldurstakmark á viðburði ræðst eftir útivistartíma barnaverndarlaga og lögum um vínveitingahús. Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að dvelja inni á veitingastað, sem leyfi hefur til áfengisveitinga. eftir kl. 20.00 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með forsjáraðila.
-Týndur miði er tapað fé, athugið að aðeins í örfáum tilvikum er hægt að endurútgefa miða sem hafa týnst einhverra hluta vegna.
-Borgarleikhúsið ber enga ábyrgð á persónulegum munum miðaeigenda fyrir, á meðan, eða eftir að viðburði lýkur.
-Til að tryggja það að öll geti notið leiksýningarinnar er mælst til þess að gestir sýni öðrum gestum, sem og starfsfólki, almenna virðingu í orðum og gjörðum. Borgarleikhúsið áskilur sér rétt til að vísa fólki frá sem sýnir af sér ósæmilega eða ógnandi hegðun.
-Miðasala Borgarleikhússins ábyrgist ekki sms og tölvupóst áminningar um sýningar. Það er á ábyrgð eiganda aðgöngumiða að halda utan um sýningardag og tíma.
-Greiða þarf fyrir aðgöngumiða fyrir öll börn á sýningar og ekki er leyfilegt að sitja undir barni.
-Miði telst notaður hafi ekki verið afpantað þremur sólarhringum (72 tímum) fyrir sýningu. Breytingagjald fyrir hvern miða er 500 kr.
-Notkun farsíma og myndavéla eru óheimilar á meðan á sýningu stendur.
-Ekki er hleypt inn í sal eftir að sýning er hafin.
-Ekki er hægt að breyta miðum á áskriftarkortum ef minna en þrír sólarhringar (72 tímar) eru í sýningu. Leikhúskortagestir hafa möguleika á að breyta einni kortasýningu án endurgjalds. Handhafar Lúxuskorta geta breytt tveimur kortasýningum án endurgjalds. Eftir það er breytingagjald fyrir hvern miða 500 kr.
-Í áskriftarkortum er ekki hægt að breyta um valin leikverk.
-Sendingargjald er 250 kr. fyrir heimsend gjafakort og áskriftarkort.
-Vinsamlega athugið að þegar áskriftakort eru keypt að hausti eru sýningardagar áætlaðir, þeir geta breyst þegar nær dregur. Kortagestir eru því hvattir til að fylgjast með sýningum á vefnum borgarleikhus.is. Þar má finna réttar dagsetningar út frá sýningarnúmeri.
-Almenn gjafakort Borgarleikhússins renna út þremur árum eftir útgáfudag sem skráður er á kortið. Ef um er að ræða gjafakort sem hefur ekki útgáfudag þá samsvarar inneign kortsins miðaverði þegar kortið var keypt. Ef miðaverð hefur hækkað milli leikára, eða gjafakort notað á sýningu með hækkuðu miðaverði, eins og söngleiki, þarf að greiða mismuninn.
-Ef gjafakort hafa annan gildistíma en almenn gjafakort er það tekið fram sérstaklega.
-Týnt gjafakort er tapað fé.