Skip to content

Tix.is

Borgarleikhús

Um viðburðinn

Með guð í vasanum

Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún  glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim
miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu. María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hér er hún komin með nýtt verk, að þessu sinni um Ástu og samferðafólk hennar – lífs og liðið og baráttu mannsandans við að sleppa tökunum. Með Guð í vasanum einkennist af hlýju og leiftrandi húmor enda hefur María einstakt lag á að fjalla á grátbroslegan en heiðarlegan hátt um mannleg samskipti. Katla
Margrét Þorgeirsdóttir fer fyrir einvala liði leikara í þessari fallegu sýningu.

Höfundur og leikstjóri: María Reyndal
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Lýsing: Pálmi Jónsson
Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Aðstoð við handrit og dramatúrg: Sveinn Ólafur Gunnarsson

Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Kristbjörg Kjeld
Rakel Ýr Stefánsdóttir
Sólveig Arnarsdóttir
Sveinn Ólafur Gunnarsson