Himnaríki og helvíti - Frumsýnt í janúar 2018
Himnaríki og helvíti er leiksýning sem fjallar um glímu mannsins við öfl náttúrunnar, hið ytra sem hið innra. Sýningin byggir á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – einu umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum. Í öndvegi verksins er Strákurinn; persóna sem trúir því að með orðum megi breyta heiminum og vekja látna aftur til lífsins. Hér er tekið á örlögum fólks sem er nátengt hafi, fjöllum og veðri, en örlög þeirra ráðast einnig í Plássinu þar sem mannlífi allra tíma á Íslandi er lýst og brugðið undir sjóngler og bæði konur og karlar takast á í hörkulegri lífsbaráttunni. Eitt eiga allar manneskjurnar sameiginlegt: Þær eru í leit að ástinni, en reynast misvel undirbúnar fyrir ferðalagið á þeim hála ís.
Bækur Jóns Kalmans Stefánssonar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og vakið athygli fyrir skarpa afhjúpun á mannlegu eðli. Jón hefur verið margsinnis tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda og Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem hann hlaut árið 2015. Hann hefur fengið fjölda annarra verðlauna innlend sem erlend og hefur í seinni tíð jafnvel verið orðaður við sjálf Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Bjarni Jónsson hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin auk þess sem hann hefur verið tilnefndur í tvígang til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
30 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 |
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 | 2 |