Aðventa
„Maður þvælist með hundi og hrút um
öræfin í desember, leitar að kindum,
hreppir slæm veður en kemst lifandi
til byggða …“ Svo segir rithöfundurinn
Jón Kalman frá í formála þessarar perlu
íslenskrar bókmenntasögu, Aðventu
Gunnars Gunnarssonar.
Í byrjun desember 1925 hélt
Benedikt Sigurjónsson á fjöll með hund
og forystusauð í leit að kindum. Þeir
tefjast við smölun fyrir aðra, hreppa
slæm veður, leitin dregst á langinn fram
yfir jól, nestið klárast og vosbúðin er
mikil. Loks ná þeir til byggða, þrotnir að
kröftum en með nokkrar kindur. Aðventa
byggir á þessari eftirleitarferð Benedikts
um Mývatnsfjöll en frásögn hans birtist
í tímaritinu Eimreiðinni árið 1931 og varð
Gunnari innblástur að hans frægustu
skáldsögu.
Aðventa er þó svo miklu meira en
saga af kindaleit í vondu veðri, því
óveður geisa líka innra með fólki.
Í sögunni býr harmræn ástarsaga, leit
mannsins að trú og tilgangi, afturlit til
ævi sem styttist í annan endann og sú
sátt sem hverjum manni er nauðsyn að
ná við fortíðina svo lifa megi af en farast
ella. Þá er sagan óður til náttúrunnar og
dýranna og þeim djúprætta kunnugleik
sem líklega næst aðeins milli fjarskyldra
dýrategunda.
Í uppsetningu Sviðslistahópsins Rauða sófans verður leitast við að miðla þáttum verksins – stórfenglegri náttúru, ríku innra lífi aðalsöguhetjunnar og samspilinu þar á milli. Sú óvenjulega leið er farin að hafa sýninguna að mestu án orða en þess í stað mynda tónlist, myndlist, leiklist og tækni órofa heild. Áhorfandinn dregst inn í iðandi stórhríð en sér þar hjörtu sem bjarma frá sér kærleika og ást.
Aðventa, eftir Gunnar Gunnarsson
Leikgerð: Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson
Leikstjórn: Egill Ingibergsson
Leikmynd og teikningar: Þórarinn Blöndal, Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson
Búningar og leikgervi: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Sigurður Halldórsson
Framkvæmdastjórn: Davíð Freyr Þórunnarson
Leikarar: Friðgeir Einarsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Aðstoðarleikstjórn - Sigríður Ásta Olgeirsdóttir
Tæknimaður og lýsing - Magnús Thorlacius
Aðstoð við myndvinnslu og teikningar - Katrín Ingibergsdóttir og Pétur Arnórsson
Kór - Kvennakórinn Katla
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |