Teprurnar
Andri og Eva hafa ekki stundað kynlíf í fjórtán
mánuði og fjóra daga. Samt er ekkert að.
Ekki þvælast andvökur og brjóstagjafir fyrir
barnlausu parinu; engin kulnun í vinnunni; engin
risvandamál eða hormónatruflanir; ekki skortir
ástina og löngunin er svo sannarlega til staðar.
En ekkert gengur. Það er komið að úrslitastundu.
Þau eru komin í leikhúsið til að gera það!
Skoska leikskáldið og leikstjórinn Anthony
Neilson er helst þekktur fyrir óvægin og erfið
verk á borð við Ritskoðarann og Penetrator sem
hafa bæði verið sýnd hér á landi. Hann hefur þó
skrifað margs konar ólík verk, bæði fyrir leikhús
og kvikmyndir og með Teprunum sýnir hann á
sér nýjar hliðar. Þar eru samskipti kynjanna í
brennidepli en verkið einkennist fyrst og fremst
af leiftrandi húmor þótt broddurinn sé aldrei
langt undan. Hér fara leikararnir góðkunnu Vala
Kristín Eiríksdóttir og Jörundur Ragnarsson á
kostum í hlutverkum Evu og Andra undir styrkri
stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar.
Höfundur: Anthony Neilson
Þýðing: Ingunn Snædal
Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason
Leikmynd og búningar: Sean
Mackaoui
Lýsing: Fjölnir Gíslason
Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir
Leikarar:
Jörundur Ragnarsson og Vala Kristín Eiríksdóttir
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |