Tix.is

Borgarleikhús

Um viðburðinn

Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu,.

Þriðjudaginn 6. september stendur Leiklestrarfélagið fyrir lestri á leikritinu Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett. Þessi flutningur er helgaður Amnesty International og rennur allur ágóði til starfs samtakanna. Beðið eftir Godot er eitt frægasta leikrit 20. aldar og olli frumnsýhning þess í Partis 1953 straumhvörfum í leiklist álfunnar. Leikfélag Reykjavikur sýndi leikinn á útmánuðum 1960 og var sú sýning rómuð. Það hefur síðan verið sýnt um allar jarðir, m.a.hér í Reykjavik og á Akureyri. Beckett hlaut Nóbelsverðlaun fyrir þetta verk og fleiri verk sín.

Leiklestrarfélagið hefur undanfarin ár staðið fyrir lestri á ýmsum verkum, einkum íslenskum leikritum nokkurra okkar þekktustu höfinda, sem þegar hafa verið sýnd, en fyrir nokkrum áratugum. Þarna eru verk eftir Guðmund Steinsson, Odd Bjönrsson og Svövu Jakobsdóttur, en í undirbúningi er flutningur á verkum Ninu Bjarkar Árnadóttur og Jökuls Jakobssonar, sem og verk eftir núlifandi höfunda. Þá hefur félagið einnig sinnt klassískum erlendum verkum, t.d eftir Maeterlinck, en í undirbúningu er flutningur á verkum eftir Marivaux og Ibsen.

Hugmyndina að þvi að leiklesa Godot kom frá menningasinnuðum Akureyringum og höfðu þeir ákveðna leikara frá upphafi í huga. Lesarar verða Sigurður Sigurjónsson, Þór Túlinius, Kristján Franklín Magnús, Karl Ágúst Úlfsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir, en leikstjóri er Sveinn Einarsson.

Flutningurinn fer fram á Litla sviði Borgarleikhússins og hefst kl. 19.00.