Skip to content

Tix.is

Hljómahöll

Event info

Píanóleikarinn Magnús Jóhann og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson sameina krafta sína í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ þann 22. september nk. til þess að flytja glænýtt efni úr þeirra smiðju. Þeir hljóðrituðu nýverið hljómplötu með tónsmíðum þeirra beggja 20. september kemur hljómplata þeirra, Fermented Friendship, út. Tvíeykið hlakkar mikið til að leika tónlist sína í Reykjanesbæ en undanfarnar vikur hafa þeir borið fram smáskífur og myndbönd í forrétt í þeirri von um að fólk hafi lyst á aðalréttinum.

Frá unglingsárum hefur Óskar Guðjónsson verið eftirsóttur saxófónleikari í íslensku tónlistarstórfjölskyldunni. Spunatónlist, djass, stendur hjarta hans næst. Á þeim vettvangi hefur hljómsveit hans ADHD vakið verðskuldaða athygli innan og utan landsteinanna. Óskar hefur einnig starfað með ógrynni listafólks en þar má t.d nefna Mezzoforte, Tómas R Einarsson, Jim Black, Aaron Parks og Ásgeir Trausta svo nokkur dæmi séu tekin. Samstarf Óskars og Skúla Sverrissonar, bassaleikara og tónskálds, hefur einnig verið gæfuríkt og galopnað augu og eyru Óskars fyrir fleiri möguleikum jazztónlistar. Afraksturinn er tvær plötur og ótal tónleikar.

Magnús Jóhann Ragnarsson hefur frá árinu 2015 hefur verið mjög virkur sem tónlistarflytjandi, tónskáld og upptökustjóri en hann hefur leikið inná hundruði hljóðrita og kemur fram á fjölmörgum tónleikum á ári hverju. Moses Hightower, Bríet, Ingibjörg Turchi, Aron Can og Bubbi Morthens eru dæmi um samsstarfsaðila hans en sjálfur hefur Magnús gefið út fjórar sólóplötur og eina stuttskífu. Auk þeirra gaf hann út dúóplöturnar Án tillits 2021, með Skúla Sverrissyni og Tíu íslensk sönglög 2022, með GDRN. Magnús var valinn tónlistarflytjandi ársins í opnum flokki á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2023.