Prinsinn og Moses ætla að fagna sjálfum sér og hvor öðrum, sem og glóðvolgri músík sem þeir eru að þrykkja út í kosmósið.
Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 12. maí í Stapa í Hljómahöll. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00.
Rútuferðir eru í boði í miðakaupferlinu fyrir tónleikagesti á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem nú þegar hafa keypt aðgöngumiða á tónleikana geta bætt við rútumiðum HÉR (athugið að miðar í rútu eru í sölu til og með 11. maí)