Tix.is

  • May 25th 9:00 PM
Ticket price:4.000 - 4.500 kr.
Event info

Íslendingur og Spánverjar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik. Boðið verður uppá það allrahelsta úr heimi Flamenco, hefðbundið jafnt sem framsækið, með einum fremstu Flamenco listamönnum Granada.

Flytjendur:

Reynir Hauksson – Gítar

Jorge el Pisao – Gítar

Jacób de Carmen – Söngur

Irene la Seranilla – Dans

Paco Fernández – Dans

Flytjendurnir hafa starfað sem Flamenco listamenn síðasta áratuginn og eru dugleg að koma fram fyrir utan Spán, bæði með Masterklassa sem og á sýningum. Þau eru öll að koma fram á Íslandi í fyrsta skiptið, að undanskildum Jacób de Carmen sem hélt sýningar hér á landi með Reyni Haukssyni sumarið 2018.

Flamenco er listform sem á rætur sínar að rekja til Andalúsíu á Spáni. Enn þann dag í dag er Andalúsía mikilvægasti staður Flamenco en þar fer mesta þróunin fram. Talið er að aldur Flamenco sé um 250 ár, en ræturnar liggja í Arabískri-, Gyðinga- og Spænskri þjóðlaga tónlist.

Flamenco hefur fest sig í sessi sem eitt af helstu listformum samtímans. Einkennandi fyrir Flamenco er tilfinningaþrunginn lifandi flutningur með miklum spunatilþrifum. Túlkun Flamenco er sérstök en hún útheimtir einstaka söngtækni, gítarleik og dans. Engu að síður teygir listformið sig lengra því að ákveðin ljóðlist tilheyrir Flamenco sem og tíska (fatnaður dansaranna) og meira að segja myndlist.