Tix.is

Um viðburðinn

Íslendingur og Spánverjar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik í Salnum, Kópavogi. Boðið verður uppá það allrahelsta úr heimi Flamenco, hefðbundið jafnt sem framsækið, með einum fremstu listamönnum Granada.

Flytjendurnir hafa starfað sem Flamenco listamenn síðasta áratuginn og eru dugleg að koma fram fyrir utan Spán, bæði með Masterklassa sem og á sýningum. Þau eru öll að koma fram á Íslandi í fyrsta skiptið, að undanskildum Jacób de Carmen sem hélt sýningar hér á landi með Reyni Haukssyni sumarið 2018.

Kynnir verður Kristinn R. Ólafsson.


ATH! Aukatónleikar verða 26. maí kl. 21:00

Einnig verður boðið upp á Flamenco Masterklass í Salnum þann 25. maí. Nánar: https://tix.is/is/event/7944/flamenco-a-islandi-masterclass/


Fram koma

Jacób de Carmen - Söngur

Reynir Hauksson – Gítar

Jorge el Pisao – Gítar

Irene la Serranilla – Dans

Paco Fernández - Dans