Tix.is

  • Dec 16th 9:00 PM
Ticket price:1.500 kr.
Event info

Hljómsveitin Sykur ætlar að söðla um og slær til stórtónleika á Húrra þann 16. desember. Á nýafstaðinni Airwaves hátíð fylltist kofinn og færri komust að en vildu. Hljómsveitin hefur staðið í ströngu að undanförnu við að semja ný lög sem munu líta dagsins ljós á næstu mánuðum og verða nokkur þeirra flutt á tónleikunum. Kjörið tækifæri til að hrista af sér prófatörnina. Skiljið margföldunartöflurnar eftir heima og komið og dansið með okkur!

Upphitunarhljómsveit tilkynnt síðar.

Almennt miðaverð 2000 kr. en bara 1500 kr. sé keypt á netinu fyrir 1. desember!

20 ára aldurstakmark