Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Sykur ætlar að söðla um og slær til stórtónleika á Húrra þann 16. desember. Á nýafstaðinni Airwaves hátíð fylltist kofinn og færri komust að en vildu. Hljómsveitin hefur staðið í ströngu að undanförnu við að semja ný lög sem munu líta dagsins ljós á næstu mánuðum og verða nokkur þeirra flutt á tónleikunum. Kjörið tækifæri til að hrista af sér prófatörnina. Skiljið margföldunartöflurnar eftir heima og komið og dansið með okkur!

GDRN spilar á undan okkur, en hún er ung tónlistarkona sem hefur verið að gera það gott í tónlistarsenunni undanfarið. Það mætti skilgreina tónlistina hennar sem jazz-skotið hip-hop popp og ætlar GDRN að spila glænýtt efni af tilvonandi EP plötu sinni á tónleikunum. Nýjasta lagið hennar „Það sem var“ hefur vakið mikla athygli að undanförnu.

Almennt miðaverð 2000 kr. en bara 1500 kr. sé keypt á netinu fyrir 1. desember!

20 ára aldurstakmark

SYKUR á Spotify: http://bit.ly/SykurTheBand

GDRN á Spotify: https://open.spotify.com/artist/1FvIWbYLm8dBezbdjucrZb