Tix.is

Event info

Þann 12. mars nk. frumsýnir Litla Kompaníið “ Óvænt uppákoma” einleik eftir Sögu Jónsdóttur og í flutningi hennar og Sunna Borg flytur ljóðabálkinn “Bergljót”  eftir Björnstjerne Björnsson við píanóundirleik Alexanders Edelstein.  

Tónlist eftir Edward Grieg. Þýðing Þórarinn Eldjárn

 

Í einleiknum er fullorðin kona að undirbúa komu gesta sem hún hefur boðið til sín í nokkru hasti. Hún rifjar upp og  talar um ýmislegt sem á dagana hefur drifið og ástæðuna fyrir boðinu!

 

Ljóðabálkurinn “Bergljót” fjallar um valdabaráttu, mikil örlög og svik. Tónlistin er mögnuð og styður vel við flutninginn.

 

Litla Kompaníið hefur á undanförnum árum staðið fyrir ýmsum atburðum. T.d. var sett upp leikritið “Borgarinnan”   sem fjallaði um Vilhelmínu Lever, fyrstu konuna sem kaus til sveitastjórnar á Íslandi. Sýnt í Samkomuhúsinu á 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Stuttmyndin “Saman og saman” var gerð 2017 og valin á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir í Bíó Paradís og á Rifi.

 

Næstu sýningar:

13. mars kl. 20.00

19. mars  kl. 20.00

20. mars  kl. 20.00

 

Takmarkaður sýninga- og sætafjöldi

Miðaverð er kr. 4500.-

Eldri borgarar og hópar kr. 4000.-

 

Miðasala er hjá MAK.is   

 

Litla Kompaníið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar