Tix.is

Um viðburðinn

Þann 9. júlí verða stórtónleikar í Gamla Bíó. Þar munu hljómsveitirnar Mammút og Samaris leiða saman hesta sína og slá upp tónlistarveislu barmafullri af óvæntum uppákomum.

Áhersla verður lögð á samspil sveitanna tveggja og munu þær fléttast saman í sjónrænni upplifun.

Hróður bandanna beggja hefur vaxið hratt og örugglega síðustu misseri, en Mammút skrifaði nýverið undir stóran plötusamning við útgáfurisann Bella Union og Samaris hefur á síðustu tveimur árum stimplað sig rækilega inn sem ein mikilvægasta sveitin sem hið víðfræga fyrirtæki One Little Indian hefur á sínum snærum.

Mammút og Samaris þykja ein bestu tónleikabönd landsins í dag og munu þau bæði flytja áður óheyrt efni af nýjum plötum sínum sem í bígerð eru.

Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikar byrja kl. 21:00