Tix.is

Um viðburðinn

Laugardaginn 11. mars næstkomandi mun íslenska roller derby liðið Ragnarök keppa sinn áttunda heimaleik, að þessu sinni á móti kanadíska liðinu Los Coños frá Hamilton.

Leikurinn verður haldinn í Hertz Höllinni Seltjarnarnesi og byrjar klukkan 17:00.

Roller derby eða hjólaskautaat er hröð og spennandi snertiíþrótt sem fer fram á hjólaskautum. Íþróttin er nokkuð ný af nálinni á Íslandi en félagið Roller Derby Ísland var stofnað árið 2011. Hjólin fóru að rúlla fyrir alvöru árið 2014 þegar ferðaliðið Ragnarök fór í sína fyrstu keppnisferð og hafa nú verið haldnir sjö heimaleikir hér á landi á móti erlendum liðum. Styðjum við stelpurnar okkar og fjölmennum í Hertz Höllina 11.mars!

Frítt fyrir 12 ára og yngri