Tix.is

Um viðburðinn

Jólasnjórinn verður í regnbogalitunum þann 10. desember þegar jólatónleikar Hinsegin kórsins fara fram í Digraneskirkju. Hýrir jólatónar í bland við dægurtónlist og popp. Wham, ABBA, Gloria Estefan, Stjórnin og allt hitt sem þú þarft til að njóta jólaundirbúningsins.

Miðaverð í forsölu er 3.000 kr. en fullt verð á tónleikadag er 3.500 kr. Forsala miða fer fram hjá kórfélögum og hér á tix. Á síðustu jólatónleikum kórsins komust færri að en vildu - tryggðu þér því þinn miða strax í dag!

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumar 2011 og hefur frá þeim tíma komið víða fram, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sumarið 2012 tók kórinn þátt í hinsegin dögum í Færeyjum en tveimur árum síðar steig kórinn á stokk í Dublin á alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra og naut þar mikillar hylli. Sumarið 2015 var Hinsegin kórinn gestakór á tónleikum breska kórsins Pink Singers sem haldnir voru í London og í ár var Ísland í brennidepli þar sem haldnir voru tónleikar í Reykjavík og á Akureyri við góðar undirtektir. Kórinn hefur getið sér gott orð fyrir góðan söng, líflega framkomu, og fjölbreytt lagaval sem mun koma sér vel vegna þess að haustið 2017 stefnir Hinsegin kórinn á kóramót norrænna hinseginn kóra í Helsinki og vorið 2018 verður förinni aftur heitið á hinsegin kóramót en nú í München.

Kórinn syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur en meðleikari kórsins er Halldór Smárason.