Tix.is

Um viðburðinn

Thule Records kynnir Moritz Von Oswald á Nasa laugardaginn 24.september í boði Smirnoff.

Moritz Von Oswald er lifandi goðsögn sem hefur skapað sér nafn sem einn allra stærsti áhrifavaldur Technosins. Undir nafninu Maurizio telst hann ábyrgur fyrir minimal stefnunni sem hefur verið áberandi ídanstónlist undanfarin ár. Ásamt því hefur hann þróað og leitt áfram "Deep Techno", síðan í byrjun 10.áratugarins undir nafninu Basic Channel ásamt Mark Ernestus. Hann er einning höfundur "Dubtechno" geirans undir nafninu Rhythm of Sound.

Moritz Von Oswald á mikið af aðdáendum hér á landi og hefur haft ómæld áhrif á tónlistarmenn útum allan heim, og þar á meðal íslendinga sem tóku tónlist hans eins og nýjum framandi boðskap.

Mikill vinskapur og náið samstarf myndaðist milli Moritz og Juan Atkins ásamt Carl Craig þegar hann flutti til Detroit. Sterkasta rót Minimal Technosins varð til á þessum tíma með lögum á borð við "Phylips Trak" og "M 4,5". Hann er, ásamt Mark Ernestus ábyrgur fyrir útgáfum eins og Basic Channel, Mainstreet Records, Mseries, Rhythm & Sound og Chain Reaction.

Moritz Von Oswald er einn hugmyndaríkasti frumkvöðull Techno, minimal, dub og deeptechno. Hann hefur tengt saman menningarheima á undraverðan hátt. Þannig hefur samstarf hans við tónlistarmenn með rætur í Karabískri tónlist getið af sér sérstaka kvísl raftónlistar sem kallast Dubtechno.

Það er stórviðburður að fá Moritz Von Oswald til landsins og þeir sem þekkja til hans vita við hverju má búast.

Hvað segja spekingarnir :

Derrick May "the Innovator of Techno Music".
"Basic Channel is basically responsible for the complete minimal sound"

Biggi Veira
"Ég kynntist Moritz í gegnum Basic Channel og Maurizio um 95/96. Og bæði ég og Stebbi urðum algerlega forfallnir. Þetta markaði varanlega á mér heilabörkinn. Basic Channel sleit endanlega techno taugina á frumkvöðlanna í USA og senunnar í Evrópu og Þýskaland tók við sem eitt helsta ræktunarsvæði technósinns. Tékkið á Gusgus - CHockolate (Techno) [1996] [ https://www.youtube.com/watch?v=9P1FTkbnhoM ], frekar augljós áhrif þar á ferð."

Dj Frímann
"Einn mesti áhrifavaldurinn í techno og mótaði mig með lögum eins og M 4,5 og Phylyps trak ll. Ekki að ástæðulausu að ég á vel flestar Basic channel, M series, Rhythm & sound og Chain reaction í safninu mínu. "

Thorhallur Skulason
"Ég kynnist fyrst tónlist Moritz Von Oswald árið 1994. Það sama ár prófaði ég að matreiða þessa nýjungagjörnu minimal dub tónlist hans ofan í dansþyrsta gesti klúbbsins Heaven í London við mikinn fögnuð gesta. Eftir það var ekki aftur snúið. Basic Channel er mesti áhrifavaldur útgáfufyrirtækisins Thule Records og hefur Thule einmitt oft á tíðum verið líkt við tónlist Basic Channel. Plöturnar hans eru fastagestir í töskunni minni og hafa verið alla tíð frá því að ég kynnist þessum listamanni og munu koma til með að vera það um ókomna tíð."

Dj Kári
"Maurizio er snilld sem allir danstónlistarunnendur ættu að þekkja. Þeir eru algjörir frumkvöðlar og lög eins og M4.5, Moritz mixið af Starligh með Model 500 og Phylyps trak II eru með mest spiluðu lögum í safninu mínu. NOT TO BE MISSED!"

Margeir
Ég heillaðist ótrúlega mikið af Rhythm of Sound, Basic Channel og Maurizio og alltaf verið mikill aðdáendi. Og þegar ég áttaði mig á því að þarna var á ferðinni sami flytjandinn yfir öllum þessum nöfnum og útgáfum þá varð ég enþá hrifnari. Hvar er hægt að fá miða ???

President Bongo
"Maðurinn er tómaturinn í pasta arabiata tekknó-sósunnar! Algjörlega ómissandi! Uppáhaldsrétturinn minn og uppáhaldstónlistarmaðurinn saman í einni sæng"

Exos
"M 4,5 með Maurizio hefur verið besta lag sem ég heyrt síðan 1995. Það er augljóst að Basic Channel er stærsti áhrifavaldur Techno tónlistar eins og hún hljómar í dag ásamt Jeff Mills og Robert Hood. Basic Channel soundið hefur dýpkað technoið á einstakann hátt sem engum öðrum hefur tekist." Þegar þessi djúpstefna innan technosins kom upp á sjónarsviðið virkaði hún líkt og trúarbrögð á mig sem tónlistarunnenda.

20 ára aldurstakmark