Tix.is

Um viðburðinn

Innipúkinn 2016 - 3 daga hátíð í höfuðborginni um verslunarmannahelgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, þ.e.a.s. 29.-31. júlí.

Föstudagur
Axel Flóvent
Glowie
Hjaltalín
Hórmónar
Misþyrming
Singapore Sling
Snorri Helgason
Valdimar

Laugardagur
Auður
Friðrik Dór
GKR
Helgi Björnsson & Boogie Trouble
Hildur
JFDR
Kött Grá Pje
Royal

Sunnudagur
Agent Fresco
Aron Can
Emmsjé Gauti
Gangly
Grísalappalísa
Herra Hnetusmjör
Karó

Armband á hátíðina gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn og þau má nálgast á Gauknum frá og með föstudeginum. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld.

Í fyrra seldist allir miðar upp og því er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma.

Fylgist með fréttum af dagskránni á heimasíðu Innipúkans og Facebook
- www.innipukinn.is
- www.facebook.com/Innipukinnfestival

20 ára aldurstakmark