Tix.is

Um viðburðinn

Á Allra heilagra messu mun kammerkórinn Schola cantorum halda tónleika við kertaljós í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hvíld.

Hefð er orðin fyrir slíkum tónleikum Schola cantorum á þessum forna helgidegi þegar látinna er minnst og verða að þessu sinni flutt sérlega falleg og áhrifamikil verk frá 20. og 21. öldinni er hæfa hvíldinni eilífu. Má þar nefna hið tregafulla og ljúfa Requiem eftir Jón Leifs, hið ójarðneska Lux aurumque eftir Eric Whitacre, The Lamb eftir Tavener, alltaf jafn áhrifamikið í einfaldleika sínum, og að sjálfsögðu Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sálminn sem margir telja þann fegursta sem saminn hefur verið hér á landi.