Tix.is

Um viðburðinn
Rúnar Júlíusson hefði orðið 70 ára á þessu ári og af því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Stapa hinn 11. apríl 2015 kl. 20:30. 

Miðaverð - A svæði: 6.900 kr.
Miðaverð - B svæði: 5.900 kr.

Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músik undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara.

Valdimar Guðmundsson, Stefán Jakobsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól munu flytja öll bestu lög Rúnars ásamt sérvalinni rokksveit undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar.

Rúnar var þekktur fyrir söng og bassaleik með mörgum af þekktustu rokkhljómsveitum Íslandssögunnar en hans er einnig minnst fyrir elju, hvatningu til ungra listamanna, húmor og einstaka ljúfmennsku. Á tónleikunum fáum við að heyra hvaðan lögin koma, nokkrar góðar bransasögur og ekki síst söguna á bak við manninn.

Einstök kvöldskemmtun sem væri ferlega svekkjandi að missa af.