Tix.is

Um viðburðinn

Það verður hægt að njóta jólatónleikanna á öruggan hátt þrátt fyrir covid.
Við fylgjum að sjálfsögðu öllum sóttvarnarreglum til hins ýtrasta.

Við munum aðeins selja 70% af þeim miðum sem má selja til að hafa ekki of þröngt á milli fólks

Það eina sem þarf að gera er að fara í hraðpróf ( fæddir 2015 og fyrr) sem má ekki vera eldra en 48 klst- og nota andlitsgrímur.

BÓKA TÍMA Í SKYNDIPRÓF HÉR

Hraðprófin eru ókeypis og og tekur aðeins 15 sekúndur að taka sýni. Svo koma niðurstöður í símann þinn sem þú svo sýnir við innganginn í Víðistaðakirkju. í Það er hægt að fara í próf m.a. á Suðurlandsbraut 34 og í tónlistarhúsinu Hörpu

Njótum fallegra og ljúfra jólatóna á aðventunni.


Falleg jólahefð hefur myndast í Hafnarfirði síðustu ár. Guðrún Árný skapar einstaka, afslappaða og ljúfa jólastemmningu á hljómleikum sínum í Víðistaðakirkju. Guðrún Árný syngur og leikur á píanó ýmiss jólalög sem hafa fylgt henni í gegn um árin.

Henni til aðstoðar verða frábærir tónlistarmenn, söngvarar og kór.


Birgir Steinn Theodorsson á bassa, Rögnvaldur Borgþórsson á gítar

Unnur Birna Björnsdóttir fiðla og söngur.

Ragna Björg Ársælsdóttir, söngur

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, stjórnandi Helga Loftsdóttir.

Það er frítt fyrir börn 12 ára og yngri.