Tix.is

Um viðburðinn

Í myrkri eru allir kettir gráir er svokallaður tvíleikur, eða tveir einleikir sýndir sama kvöldið. Verkin eru að mörgu leyti ólík en fjalla þó bæði í grunninn um mennskuna og hvernig fólk glímir á ólíkan hátt við áföll.

Fyrra verkið heitir Heimþrá og fjallar um Öldu, sem vinnur að lokaritgerð sinni til meistaragráðu í HA og tekur viðtöl við flóttamenn. Einn þeirra lánar henni stílabók með frásögnum samlanda sinna úr flóttamannabúðunum og smám saman vekja þær hjá Öldu viljann til að vinna sig út úr eigin missi.  

Seinna verkið heitir Líf og fjallar um Sissu, sem er tónlistarkona af lífi og sál. Hún hefur óbilandi trú á eigin ágæti en finnst hún ekki alltaf njóta sannmælis í listaheiminum, þar sem klíkuskapurinn ræður ríkjum. Eftir eins sumars frægð á unglingsárunum og vinsælan einsmellung dreymir hana um meira. Svo miklu meira. En lífið þvælist fyrir henni og áframhaldandi frægð lætur bíða lengi eftir sér. En Sissa gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og loksins, einn góðan veðurdag, springur allt út.