© 2024 Tix Miðasala
Borgarleikhúsið
•
9 sýningar
Miðaverð frá
11.900 kr.
Elly er komin aftur! Í takmarkaðan tíma stígur Katrín Halldóra aftur á Stóra sviðið sem Elly Vilhjálms í rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssonar.
Sýningin sló á sínum tíma öll met og naut fádæma vinsælda. Nú snýr Elly aftur vegna fjölda áskorana! Hún bjó yfir óræðri dulúð og töfraði áhorfendur með söng sínum og leiftrandi persónuleika; túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý. Líf Ellyjar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því hún var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. Í þessari mögnuðu sýningu fetar Katrín Halldóra í fótspor einnar dáðustu söngkonu þjóðarinnar og syngur sig inn í hjörtu áhorfenda sem aldrei fyrr.
Höfundur: Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Egill Egilsson
Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson
Tónlistarstjóri: Guðmundur Óskar Guðmundsson
Sviðshreyfingar: Selma Björnsdóttir
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Lýsing/Umsjón með enduruppsetningu: Þórður Orri Pétursson/Pálmi Jónsson
Leikgervi/Umsjón með enduruppsetningu: Árdís Bjarnþórsdóttir/Elín S. Gísladóttir
Hljóð/Umsjón með enduruppsetningu: Garðar Borgþórsson/Þorbjörn Steingrímsson
Leikarar:
Björgvin Franz Gíslason
Hjörtur Jóhann Jónsson
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
o.fl.
Hljómsveit:
Aron Steinn Ásbjarnarson
Guðmundur Óskar Guðmundsson
Hjörtur Ingvi Jóhannsson
Örn Eldjárn
Ofl.