Hljóða Nótt: tónleikar Tinnu Margrétar

Hannesarholt

18. desember

Tinna Margrét er ung og efnileg söngkona sem er að gefa út sín fyrstu jólalög. Í tilefni þess heldur hún ásamt hljómsveit jólatónleika í Hannesarholti 18.desember klukkan 20:00.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún afrekað margt. Hún hefur lokið klassískum söng frá Tónlistarskóla Garðabæjar, leikið og sungið á fjölum Þjóðleikhússins. Hún hefur skrifað, leikstýrt og leikið í eigin söngleik um ævi afa síns og einnig stofnað og stýrt listahátíð.

Tónleikarnir einkennast af hátíðleika og fágun. Hún mun taka klassísk jólalög í bland við jólalög með jazz fíling. Titil lag tónleikanna er lagið “Hljóða nótt” sem afi hennar Tinnu, Pálmar Ólason, samdi við texta eftir Séra Magnús Guðmundsson.

Hljómsveit:

Gítar: Matthías Helgi Sigurðarson

Píanó: Magnús Stephensen

Bassi: Albert Linnet Arason

Trommur: Magnús Skúlason

Bakraddir: Mirra Björt Hjartadóttir og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger