Matur og menning

Breiðfirðingabúð, Faxafeni

12. desember

Félagið Ísland Palestína býður til kvöldverðar fimmtudagskvöldið 12. desember. Boðið verður upp á palestínskan mat, meðal annars vegan rétt, og leikin tónlist frá Palestínu.

Matur og menning er árlegur viðburður Félagsins Ísland Palestína. Hann er haldinn í tengslum við alþjóðlegan samstöðudag Sameinuðu þjóðanna með palestínsku þjóðinni.

Húsið opnar kl.18:30 og borðhald hefst kl.19. Viðburðurinn er haldinn í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, 108-Reykjavík.

Miðaverð:

5000 kr. fyrir eldri en 12 ára

1.500 kr. fyrir 5 – 12 ára

Frítt fyrir yngri en 5 ára

Ágóði rennur til góðgerðastarfa í Palestínu.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger