© 2024 Tix Miðasala
Gamla Bíó
•
6. - 23. febrúar
Miðaverð frá
8.500 kr.
Hliðarspor er ný íslensk ópera í fullri lengd. Þórunn Guðmundsdóttir er höfundur texta og tónlistar en óperan er framhald af Rakaranum í Sevilla og Brúðkaupi Figarós og byggir á þriðja leikritinu í þríleik Beaumarcahis, sem fjallar um Figaró, Almaviva greifa og fólk sem tengist þeim. Frumsýningin verður í Gamla bíói í febrúar 2025. Hlutverkin eru samtals 12, auk kórs sem gegnir líka stóru hlutverki . Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, sem er einn reyndasti óperuleikstjóri landsins.
Hliðarspor gerist í höll greifans, u.þ.b. 20 árum eftir að Brúðkaupi Figarós lýkur. Söguþráðurinn er býsna flókinn eins og góðri óperu sæmir, en við sögu koma græðgi, stéttabarátta, svik, fjölskylduflækjur, ást - og ýmis hliðarspor.