© 2024 Tix Miðasala
Félagsheimilið á Blönduósi
•
15. desember
Sú hefð hefur skapast að Jólahúnar komi saman og syngi inn jólin. Í ár verður engin undantekning og munu tónleikarnir verða haldnir í Félagsheimilinu á Blönduósi. Megináhersla tónleikanna er sú að eiga skemmtilega samverustund með hæfileikaríku tónlistarfólki og láta gott af sér leiða á sama tíma.
Allur ágóði miðasölunnar mun renna í góðgerðarmál en að þessu sinni munu Jólahúnar styrkja Hollvinasamtök HSN á Blönduósi.
Taktu daginn frá og njóttu þess að hlusta á hugljúfa jólatóna í bland við fjörug lög.