David Walliams á Íslandi

Harpa

24. nóvember

David Walliams í Hörpu

David Walliams í Hörpu

Rithöfundurinn, leikarinn og Íslandsvinurinn David Walliams kemur fram í Hörpu! Hann mun segja skemmtilegar sögur og lýsa því hvernig hann fær hugmyndir í bækurnar sínar. David Walliams elskar að svara spurningum áhorfenda, fara í leiki og gefa verðlaun. Innifalið í miðaverðinu, (hverjum keyptum miða) er önnur hvor nýja bókin hans, Voffbóti eða Verstu skrímsli í heimi. Er miðaverðið því í raun verð einnar bókar.

David Walliams mun einnig árita bækur og spjalla við gesti að atburði loknum. Þetta er í annað sinn sem David Walliams kemur til landsins en síðast komust færri að en vildu á skemmtun hans.

Viðburðurinn er um 60 mínútur að lengd og án hlés.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger