© 2025 Tix Miðasala
Sjáland
•
28. nóvember
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN og píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson gefa út sönglagaplötuna Nokkur jólaleg lög þann 22. nóvember næstkomandi.
Platan inniheldur lög á borð við Yfir fannhvíta jörð, Komdu um jólin, Heim til þín og fleiri ómissandi jólalög. Í tilefni af útgáfu plötunnar munu þau GDRN og Magnús Jóhann flytja lög af plötunni á Sjálandi þann 28. nóvember. Notaleg kvöldstund í fallegu umhverfi á Sjálandi. Húsið opnar kl 19:00 og tónleikar hefjast kl 20:00.
Hægt er að kaupa gómsætan smáréttaplatta. Á honum má finna:
Rækjukokteill á smjördeigi með sítrónu og papriku
Kalkúnataco, piparrótardressing, perur og pikklað rauðkál
Graflaxsamloka með kotasælusalati og graflaxssósu
Hreindýraborgari með grænum eplum og gráðakostadressingu
Hnetusteik með döðlu hindberjachutney og apríkósudressingu (v)
Hlökkum til að sjá ykkur í einum glæsilegasta veislusal landsins.