© 2025 Tix Miðasala
Litla Leikhúsið, Selfossi
•
16. nóvember
„Djöfull er ég búinn að skíta á mig núna“ - Diddi
Vinirnir Diddi, Dudda og Dúa eru þrír vinir sem við fylgjum allt frá vöggu til grafar í gegnum lífsins ólgusjó, í blíðu og stríðu. Lífið bíður upp á alls konar gleði, hlátur, grátur, góðar stundir og erfiðar ákvarðanir. Vinirnir þrír ganga í gegnum þetta allt og við sjáum stórskemmtilegar uppákomur, drauma sem rætast eða rætast ekki, vináttu þeirra þróast og lífið taka alls konar u-beygjur gegnum árin.
„Ég ætla sko að verða rík. Og ég ætla að verða það meðan ég er enn ung, sko“ - Dúa
„Mig langar bara ekkert að tala við þetta fólk“ - Dudda
Athugið, takmarkaður sýningarfjöldi.
Leikarar: Ársæll Hjálmarsson, Birgitta Brynjarsdóttir, Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, Jórunn Fríða Bjarnadóttir og Sigríður Hafsteinsdóttir.
Höfundur: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Leikstjóri: Jónheiður Ísleifsdóttir
Nánari upplýsingar eru á fésbókarsíðu Leikfélags Selfoss
https://www.facebook.com/leikfelagselfoss