© 2024 Tix Miðasala
Fríkirkjan í Reykjavík
•
12. desember
Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 12. desember kl. 20:00 og flytur meðal annars efni af plötunni Winter Light sem er jafnframt fyrsta og eina jólaplata hópsins.
Olga Vocal Enseble er sönghópur sem hefur verið starfræktur síðan árið 2012 en hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður 5 strákum, 3 eru búsettir í Hollandi og 2 eru búsettir á Íslandi. í Olgu eru Hollendingarnir Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englendingurinn Matthew Lawrence Smith, rússneski Bandaríkjamaðurinn Philip Barkhudarov og Pétur Oddbergur Heimisson.
Olga hefur gefið út 5 plötu, fyrsti diskurinn kom út árið 2013, Vikings kom út árið 2016 og It’s a Woman’s World kom út árið 2018. Sumarið 2021 kom út 4. diskur hópsins, Aurora, en hann verður einnig fáanlegur á vínylplötu og það sama ár gaf hópurinn út jóla- og vetrarplötuna Winterlight.
Frítt fyrir 16 ára og yngri.