© 2024 Tix Miðasala
Ástjarnarkirkja
•
30. október
Kórinn RAUST býður til tónleika undir yfirskriftinni Örlög þar sem flutt verða verk sem öll fjalla um hin óumflýjanlegu örlög, dauðann. RAUST, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, hefur í gegnum árin skapað einstaka stemningu á tónleikum með vali á djúpum og áhrifamiklum verkum. Efnisskrá þessa tónleika fléttar saman harmræna, friðsæla og kröftuga tóna frá öllum heimshornum sem leiða áheyrendur í ferðalag um ólíkar hliðar lífs og dauða.