Við svala lind - íslenskar kórperlur með Cantoque Ensemble

Fríkirkjan í Reykjavík

24. október

Hinn rómaði sönghópur Cantoque Ensemble heldur tónleika á Óperudögum 2024 þar sem á efnisskránni verða margar af fegurstu perlum íslenskrar tónlistar fyrir kór án undirleiks. Meðal tónskálda sem sönghópurinn flytur eftir eru Jón Nordal, Bára Grímsdóttir, Þorkell Sigurbjörnsson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson og fleiri. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni við Tjörnina þann 24. október kl. 21.

Kórinn skipa Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þórunn Vala Valdimarsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt, Helgi Steinar Helgason tenór, Þorkell Sigfússon tenór, Hafsteinn Þórólfsson bassi og Pétur Oddbergur Heimisson bassi.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger